Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   mán 12. apríl 2021 19:30
Brynjar Ingi Erluson
Guðjón Pétur til ÍBV (Staðfest)
Guðjón Pétur Lýðsson er mættur til Eyja
Guðjón Pétur Lýðsson er mættur til Eyja
Mynd: ÍBV
Guðjón Pétur Lýðsson er genginn til liðs við ÍBV en þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Hann gerir tveggja ára samning við Eyjamenn.

Guðjón er 33 ára gamall en hann kemur til félagsins frá Breiðabliki þar sem hann hefur spilað síðustu tvö árin.

Hann var lánaður í Stjörnuna á síðasta tímabili þar sem hann spilaði 14 leiki og skoraði tvö mörk en er nú gengin til liðs við ÍBV og mun spila með félaginu næstu tvö árin.

Fótbolti.net greindi frá því í síðasta mánuði að ÍBV hefði áhuga á að fá Guðjón í sínar raðir frá Breiðabliki og nú er það frágengið. Fram reyndi einnig að fá hann.

Guðjón hefur spilað fyrir Álftanes, Hauka, Stjörnuna og Val á Íslandi og þá lék hann fyrir Helsingborg á láni frá Val árið 2011.

ÍBV hefur fengið þá Eið Aron Sigurbjörnsson frá Val, Sigurð Grétar Benónýsson frá Vestra og Gonzalo Zamorano frá Víkingi Ó. fyrir átökin framundan í Lengjudeildinni í sumar.
Athugasemdir
banner