Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 06. júlí 2022 11:08
Brynjar Ingi Erluson
Sirius í viðræðum við Stjörnuna um Óla Val
Óli Valur Ómarsson gæti verið á leið í sænsku úrvalsdeildina
Óli Valur Ómarsson gæti verið á leið í sænsku úrvalsdeildina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sænska úrvalsdeildarfélagið Sirius er í viðræðum við Stjörnuna um kaup á Óla Val Ómarssyni en þetta kemur fram í grein Aftonbladet í dag.

Hægri bakvörðurinn er búinn að eiga ansi góðar vikur að undanförnu.

Þessi 19 ára gamli leikmaður er búinn að vera stórkostlegur með Stjörnunni og frammistaða hans varð til þess að hann var valinn í U21 landsliðið. Þar var hann stórkostlegur í þremur leikjum í undankeppni EM.

Aftonbladet segir nú frá því að sænska úrvalsdeildarfélagið Sirius sé í viðræðum við Stjörnuna um kaup á leikmanninum og hafi nú þegar lagt fram tilboð.

Aron Bjarnason er á mála hjá Sirius og hefur spilað hægra megin, bæði sem vængmaður og bakvörður, en sænska liðið situr í 10. sæti deildarinnar með 17 stig eftir tólf leiki.
Athugasemdir
banner
banner