Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 12. júlí 2022 11:55
Brynjar Ingi Erluson
Sveinn Þór hættur með Magna (Staðfest)
Sveinn Þór Steingrímsson er hættur
Sveinn Þór Steingrímsson er hættur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveinn Þór Steingrímsson er hættur með Magna á Grenivík en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu.

Sveinn Þór stýrði Dalvík/Reyni til sigurs í 3. deildinni árið 2018 og var í kjölfarið ráðinn sem aðstoðarþjálfari Óla Stefáns Flóventssonar hjá KA.

Hann tók í kjölfarið við liði Magna í ágúst fyrir þremur árum er liðið var í botnsæti Inkasso-deildarinnar og náði á ótrúlegan hátt að bjarga liðinu frá falli.

Magni féll árið eftir og hefur spilað síðustu tvö tímabil í 2. deildinni en Sveinn lætur nú af störfum.

Hann komst að samkomulagi um að rifta samningi sínum við félagið. Breyttar aðstæður og búferlaflutningar Sveins Þórs og fjölskyldu til Keflavíkur urðu til þess að Sveinn Þór lætur að störfum sem þjálfari Magna.

Óskar Bragason mun taka við liði Magna en hann hefur þjálfað 3. flokk KA og verið meðal annars aðstoðarþjálfari meistaraflokks KA, ásamt því að þjálfa Dalvík/Reyni. Anton Orri Sigurbjörnsson verður áfram aðstoðarþjálfari.

Magni er í næst neðsta sæti 2. deildarinnar með með 6 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner