Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 12. september 2020 23:15
Ívan Guðjón Baldursson
Liverpool búið að vinna 35 leiki í röð þegar Salah skorar
Mynd: Getty Images
Mohamed Salah skoraði þrennu er Englandsmeistarar Liverpool hófu titilvörnina á 4-3 sigri gegn nýliðum Leeds United í dag.

Salah gerði sigurmarkið úr vítaspyrnu undir lokin og bætti þar með met Wayne Rooney frá dvöl hans hjá Manchester United.

Þetta var 35. úrvalsdeildarleikurinn í röð sem Liverpool vinnur þegar Salah skorar. Man Utd vann 34 leiki sem Rooney skoraði í á tveggja og hálfs árs tímabili milli september 2008 og febrúar 2011.

Salah fagnaði einu markanna þriggja með því að setja hendurnar fyrir eyrun og reka tunguna út. Það var til stuðnings samlanda sins Moamen Zakaria sem greindist með alvarlegan taugasjúkdóm fyrr á árinu.




Athugasemdir
banner
banner
banner