Man Utd í baráttuna um Wharton - Vilja ekki Tuchel í stað Amorim - Haaland til Real Madrid?
   sun 12. október 2025 18:55
Kári Snorrason
„Frakkaleikurinn var ekki eins fullkominn og allir tala um“
Eimskip
Ísland mætir Frakklandi annað kvöld.
Ísland mætir Frakklandi annað kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Til þess að eiga möguleika gegn svona þjóð þarf að vera 120% klár.
Til þess að eiga möguleika gegn svona þjóð þarf að vera 120% klár.
Mynd: EPA
Ísland tapaði gegn Úkraínu á föstudag.
Ísland tapaði gegn Úkraínu á föstudag.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Íslenska landsliðið tekur á móti Frakklandi á fullum Laugardalsvelli annað kvöld í undankeppni HM. Ísland tapaði gegn Frökkum úti í Frakklandi 2-1 í síðasta mánuði eftir hetjulega baráttu og dramatískar lokamínútur. 

Liðið lék þá í fimm manna varnarlínu, en landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson vildi ekki gefa upp hvort að það sama yrði upp á teningnum á morgun er hann var spurður á blaðamannafundi fyrr í dag. Hann sagði þá jafnframt að frammistaðan úti í Frakklandi hafi ekki verið jafn góð og margir hafa haldið fram.


Lestu um leikinn: Ísland 0 -  0 Frakkland

„Við þurfum að vera sveigjanlegir, þeir munu henda ansi mörgum árásum á okkur í öllum formum. Við þurfum að vera sveigjanlegir hvort sem það er í fjögurra manna vörn eða fimm manna.“

Arnar segir þá frammistöðuna út í Frakklandi ekki hafa verið jafn fullkomna og margir halda.

„Hún (frammistaðan úti í Frakklandi) var samt ekki fullkomin, ef ég á að vera heiðarlegur við leikmennina. Við fengum aðeins of mörg færi á okkur. Elías bjargaði okkur mörgum sinnum mjög vel. Hún var ekki fullkomin, við vorum klárir 90 prósent taktísklega séð en til þess að eiga möguleika gegn svona þjóð þarf að vera 120%.

„Ég geri upp þessa leiki til að vera heiðarlegur við ykkur. Frakkaleikurinn var ekki eins fullkominn og allir tala um. Það var bara svekkjandi hvernig endirinn var, dramatískur. Mögulega var þetta mark eða ekki mark, en ef við horfum blákalt á leikinn átti Frakkland mögulega skilið að sigra. Út frá tölfræði og þess háttar. Dramatíkin í lokin gerði ráð fyrir því að við hefðum getað stolið sigri (jafntefli).“ 

Breytt markmið

Arnar var jafnframt spurður hvort að tapið gegn Úkraínu hafi að einhverju leyti áhrif á nálgun íslenska liðsins að leik morgundagsins.

„Ég held að leikplanið verði það sama. Þetta er aðallega hvernig leikmyndin verður í leiknum, hvort að við þurfum að fara 'all-in' og sækja eitthvað. Það er tilfinning sem gerist á meðan leik stendur. Ég held að það væri snarvitlaust að ætlast til að við förum í einhvern 'crazy' fótbolta og hendum öllu frá okkur.

„Aðalatriðið er núna að halda okkur inn í þessari keppni. Markmiðin breytast þá, við ætluðum okkur sigur gegn Úkraínu en það tókst ekki. Þá þurfum við að breyta markmiðinu sem er allt í lagi. Það snýst um að vera inn í keppninni þegar lokaleikurinn verður á móti Úkraínu. Það snýst allt um það núna. Við sáum það í þessum leik á föstudaginn að við höfum alveg í fullu tré við þá þegar við spilum okkar besta leik,“ sagði Arnar að lokum.“


Athugasemdir
banner
banner