Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 12. nóvember 2019 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Lewandowski markahæstur á árinu - Fjórum á undan Messi
Mynd: Getty Images
Robert Lewandowski hefur verið í banastuði með FC Bayern á leiktíðinni og gæti hann orðið markahæsti leikmaður ársins í helstu deildum Evrópu í fyrsta sinn á ferlinum.

Lewandowski er búinn að skora 46 mörk á þessu dagatalsári og er fjórum mörkum á undan Lionel Messi, sem var markahæstur í fyrra og er kominn með 42 mörk í ár.

Lewandowski hefur þrisvar sinnum verið þriðji markahæsti leikmaður Evrópu. Í fyrra skoraði hann 46 mörk, þar áður 53 og 2015 kom hann knettinum 49 sinnum í netið.

Hann er búinn að skora þessi 46 mörk í 49 leikjum, sem gerir markahlutfallið hans 0,939 mörk á leik. Messi er með 0,857 í markahlutfall í ár.

Lewandowski yrði fjórði leikmaðurinn til að vera markahæstur á dagatalsári síðan 2010. Messi hefur fjórum sinnum verið markahæstur, Cristiano Ronaldo fjórum sinnum og Harry Kane einu sinni.

Árið 2009 var Edin Dzeko markahæstur, og Messi í þriðja sæti.

Talin eru öll mörk skoruð í keppnisleikjum fyrir landslið og félagslið.

Mörk skoruð 2019
1. Robert Lewandowski - 46 mörk - 0,939 hlutfall
2. Lionel Messi - 42 mörk - 0,857 hlutfall
3. Raheem Sterling - 37 mörk - 0,725 hlutfall
4. Kylian Mbappe - 35 mörk - 0,854 hlutfall
5. Sergio Agüero - 34 mörk - 0,723 hlutfall
6. Sadio Mane - 34 mörk - 0,627 hlutfall
7. Karim Benzema - 30 mörk - 0,714 hlutfall
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner