Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   fim 12. nóvember 2020 18:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Ungverjalands: Szoboszlai og félagar
Icelandair
Ungverjaland hefur loksins tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn gegn Íslandi klukkan 19:45.

Það er allt undir í þessum leik sem fer fram í Búdapest. Sigurliðið fer á EM næsta sumar.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu.

Lykilmenn Ungverja eru markvörðurinn Peter Gulacsi (RB Leipzig), varnarmaðurinn Willi Orban (RB Leipzig) og miðjumaðurinn Dominik Szoboszlai (RB Salzburg). Ungverjar stilla upp í 3-5-2 leikkerfið.

Byrjunarlið Ungverjalands:
1. Peter Gulacsi
4. Attila Szalai
5. Attila Fiola
6. Willi Orban
8. Adam Nagy
9. Adam Szalai (F)
10. Dominik Szoboszlai
11. Filip Holender
13. Zsolt Kalmar
15. Endre Botka
20. Roland Sallai

Sjá einnig:
Uppsveifla hjá Ungverjum - Ný taktík og nýir leikmenn


Athugasemdir
banner