
England og Ísland hafa fengið leyfi frá breskum stjórnvöldum til að spila á Wembley, þjóðarleikvangi Englands, í Þjóðadeildinni í næstu viku.
Ísland mætir fyrst Danmörku í Kaupmannahöfn á sunnudaginn. Ferðabann er frá Danmörku til Englands eftir að stökkbreytt afbrigði af kóronuveirunni fannst í minkum í Danmörku.
Rætt var um að færa leikinn til Þýskalands eða í annað land. Englendingar óskuðu eftir sérstakri undanþágu til að Ísland megi koma til landsins, að uppfylltum ströngum skilyrðum. Ísland fær undanþáguna til að geta spilað leikinn vegn Englandi.
Ísland er að spila mun mikilvægari leik í kvöld þegar liðið mætir Ungverjalandi ytra í úrslitaleik um sæti á EM.
England's Nations League match against Iceland WILL be played at Wembley.
— BBC Sport (@BBCSport) November 12, 2020
A government exemption has been granted for the away side.
👉 https://t.co/qwcSsmVZwf pic.twitter.com/TMw2GRY4ni
England have been granted permission to play Iceland at Wembley.
— Ben Rumsby (@ben_rumsby) November 12, 2020
Athugasemdir