Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
banner
   mán 13. janúar 2020 09:39
Magnús Már Einarsson
Valverde rekinn frá Barcelona í dag?
Ernesto Valverde, þjálfari Barcelona, gæti misst starf sitt sem þjálfari Barcelona í dag. Spænskir fjölmiðlar segja að Valverde sé á leið á fund með Josep Maria Bartomeu og talsverðar líkur séu á að hann missi starfið.

Barcelona er á toppnum í La Liga en stjórn félagsins var ekki sátt með tapið gegn Atletico Madrid í undanúrslitum spænska bikarsins í síðustu viku.

Stjórnin ræddi við Xavi, þjálfara Al Sadd og fyrrum miðjumann Barcelona, um að taka við en hann vill ekki taka við liðinu á miðju tímabili.

Barcelona skoðar því aðra möguleika núna en Mauricio Pochettino, fyrrum stjóri Tottenham, hefur meðal annars verið orðaður við starfið.

Annar möguleiki er að Francisco Garcia Pimienta, þjálfari B liðs Barcelona, taki við fram á sumar.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 10 9 0 1 22 10 +12 27
2 Barcelona 10 7 1 2 25 12 +13 22
3 Villarreal 10 6 2 2 18 10 +8 20
4 Atletico Madrid 10 5 4 1 18 10 +8 19
5 Espanyol 10 5 3 2 14 11 +3 18
6 Betis 10 4 4 2 15 12 +3 16
7 Elche 10 3 5 2 11 10 +1 14
8 Vallecano 10 4 2 4 12 10 +2 14
9 Athletic 10 4 2 4 9 10 -1 14
10 Getafe 10 4 2 4 10 12 -2 14
11 Sevilla 10 4 1 5 17 16 +1 13
12 Alaves 10 3 3 4 9 9 0 12
13 Celta 10 1 7 2 11 13 -2 10
14 Osasuna 10 3 1 6 9 12 -3 10
15 Levante 10 2 3 5 14 18 -4 9
16 Mallorca 10 2 3 5 11 15 -4 9
17 Real Sociedad 10 2 3 5 10 14 -4 9
18 Valencia 10 2 3 5 10 16 -6 9
19 Girona 10 1 4 5 9 22 -13 7
20 Oviedo 10 2 1 7 7 19 -12 7
Athugasemdir
banner