Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 13. maí 2019 11:38
Fótbolti.net
Er Valsliðið illa þjálfað?
Ríkharð Óskar Guðnason (til vinstri).
Ríkharð Óskar Guðnason (til vinstri).
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Gunnar var ekki sammála fullyrðingum Rikka.
Gunnar var ekki sammála fullyrðingum Rikka.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er klárlega hægt að tala um krísu hjá Íslandsmeisturum Vals. Það var samdóma álit manna í Innkastinu sem kom inn í gær.

Valur hefur aðeins eitt stig úr fyrstu þremur umferðum Pepsi Max-deildarinnar og er að auki úr leik í bikarnum.

Smelltu hér til að hlusta á Innkastið

Meðal annars var rætt um Twitter færslu sem Ríkharð Óskar Guðnason, Rikki Gje á Stöð 2 Sport, setti inn á laugardaginn.

„Algjört þrot hjá afmælisliði dagsins. Illa skipulagt lið, illa þjálfað lið, illa vondur mórall. Þú drekkur ekki sama kampavínið ári seinna. Þú getur það alveg en það mun alltaf bragðast illa," skrifaði Rikki á Twitter en hann er stuðningsmaður Vals.

Er Valsliðið illa þjálfað?

„Ég er alls ekki sammála því. Þetta er lið sem hefur unnið fjóra titla á fjórum árum," sagði Egill Sigfússon, fréttaritari Fótbolta.net, í Innkastinu.

„Þetta er bull. Mistökin eru ekki að eiga sér stað í þjálfunarhliðinni. Fyrstu skrefin í mistökunum eru að eiga sér stað í leikmannakaupum," bætti Gunnar Birgisson við.

„Það er enginn sem þú vilt hafa frekar í brúnni í svona stöðu en einmitt Óli Jó. Hann og Bjössi Hreiðars hafa séð þetta allt saman áður."

Gunnar er spenntur fyrir því að sjá hvað Valsmenn munu reyna gegn Fylki á miðvikudaginn.

„Ég er forvitinn að sjá hvort það verði drastískar breytingar fyrir næsta leik. Eru þeir að fara í 3-5-2? Að mínu mati þurfa þeir að koma Orra Sigurði inn í þetta lið. Eru þeir að fara að gera margar breytingar? Eru þeir að fara að færa Gary Martin eitthvað, út á væng eða eitthvað? Kristinn Freyr hefur verið að taka nokkrar æfingar en hann var ekki í hóp. Eru þeir að fara að setja hann inn?," velti Gunnar fyrir sér.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner