Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   fim 13. maí 2021 18:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Man Utd og Liverpool: Tíu breytingar og Mane á bekknum
Mane byrjar ekki.
Mane byrjar ekki.
Mynd: EPA
Stuðningsmenn Manchester United hafa hátt fyrir utan Old Trafford en leikur United og Liverpool fer samt sem áður fram í þetta skiptið.

Leikmenn beggja liða hafa skilað sér á völlinn og byrjunarliðin eru tilbúin fyrir upphafsflautið klukkan 19:15.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man Utd, var með varaliðið sitt gegn Leicester fyrr í vikunni. Hann gerir tíu breytingar frá þeim leik. Harry Maguire er enn meiddur og Eric Bailly heldur sæti sínu í hjarta varnarinnar.

Hjá Liverpool byrja Nathan Phillips og Rhys Williams í hjarta varnarinnar. Fabinho byrjar á miðjunni og Jota byrjar í fremstu víglínu með Salah og Firmino. Sadio Mane hefur ekki átt sérstakt tímabil og hann byrjar á bekknum.

Byrjunarlið Man Utd: Henderson, Wan-Bissaka, Lindelof, Bailly, Shaw, Fred, Pogba, McTominay, Fernandes, Rashford, Cavani.
(Varamenn: De Gea, Mata, Greenwood, Traore, Telles, Matic, B Williams, Van de Beek, Tuanzebe)

Byrjunarlið Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Phillips, R Williams, Robertson, Thiago, Fabinho, Wijnaldum, Salah, Jota, Firmino.
(Varamenn: Adrian, Kelleher, Mane, Jones, Tsimikas, Shaqiri, Origi, Woodburn, N Williams)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner