mán 13. júní 2022 10:15
Fótbolti.net
Bestur í 6. umferð - Hafa passað sig á að missa ekki hausinn
Björn Axel Guðjónsson (KV)
Lengjudeildin
Björn Axel Guðjónsson.
Björn Axel Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Björn skoraði bæði mörk liðsins og var bara almennt séð frábær í sókn KV. Var hættulegasti maður vallarins allan leikinn," skrifaði Haraldur Örn Haraldsson, fréttaritari Fótbolta.net, um Björn Axel Guðjónsson, leikmann KV, í 2-1 sigri gegn Aftureldingu.

Björn Axel er leikmaður umferðarinnar í Lengjudeildinni en þetta var nauðsynlegur sigur hjá KV sem náði þarna í sín fyrstu stig í deildinni þetta tímabilið.

Björn Axel er 27 ára en hann gekk á ný í raðir KV frá Gróttu fyrir tímabilið. Hann lék áður með KV í 3. deildinni 2019 og 2020.

Sjá einnig:
Skýrslan úr 2-1 sigri KV gegn Aftureldingu

Annað markið sem Björn Axel skoraði gegn Mosfellingum var dramatískt sigurmark á 90. mínútu.

„Þetta er bara sturlað, bara frábær tilfinning. Þetta var einhvernveginn upp og niður leikur fyrir mig, ég gaf náttúrulega víti þarna í byrjun seinni. Svo bara sturlaður sprettur hjá Oddi ég þurfti nú ekki mikið að gera í fyrra markinu og svo bara geggjaður bolti hjá Einari (í seinna markinu) og já tilfinningin bara frábær. Þetta er búið að vera lengi að koma hjá okkur, erfið byrjun en þetta er bara komið á fullt núna, fyrstu þrjú stigin og bara áfram gakk," sagði Björn Axel við Fótbolta.net eftir leikinn.

Tímabilið hefur ekki byrjað vel hjá KV en þeir sóttu sín fyrstu þrjú stig í leiknum á fimmtudagskvöld.

„Já heldur betur (gott að vera kominn með sigur). En spilamennskan er búin að vera fín, við erum búnir að tala um það sjálfir að ekki missa hausinn. Þetta er búin að vera fín spilamennska, bara ekki dottið með okkur. Í dag gerði það bara og það er bara frábært."

Björn er einbeittur og leyfir sér ekki að setja hausinn í skýin eftir svona leik.

„Það er bara áfram gakk, næstu leikur er Grindavík eftir viku. Við stefnum bara á þrjú stig þar það er ekki flóknara en það, tökum bara einn leik í einu."

Sjá einnig:
Lið 6. umferðar

Sjá einnig:
Leikmaður 5. umferðar - Benedikt Daríus Garðarsson (Fylkir)
Leikmaður 4. umferðar - Kjartan Kári Halldórsson (Grótta)
Leikmaður 3. umferðar - Þórir Rafn Þórisson (Kórdrengir)
Leikmaður 2. umferðar - Dofri Snorrason (Fjölnir)
Leikmaður 1. umferðar - Luke Rae (Grótta)
Björn Axel: Þetta er bara frábær tilfinning
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner