Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
banner
   fim 13. júní 2024 12:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimir valdi Bailey sem hefur ekki áhuga á að spila fyrir landsliðið
Leon Bailey.
Leon Bailey.
Mynd: Getty Images
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Jamaíku.
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Jamaíku.
Mynd: Getty Images
Það vakti mikla athygli í gær þegar Heimir Hallgrímsson valdi landsliðshóp sinn fyrir Copa America. Nafn Leon Bailey, kantmanns Aston Villa, var á listanum.

Bailey tilkynnti það fyrir tæpum þremur mánuðum að hann væri að taka sér frí frá landsliðinu um ókomna framtíð.

Hann hafði brotið agareglur og því valdi Heimir hann ekki í hóp fyrir verkefni í mars. Bailey gagnrýndi í kjölfarið umgjörðina í kringum landsliðs Jamaíku og sagðist ætla að taka sér frí.

Það ráku því margir upp stór augu í gær þegar Bailey var á lista yfir leikmenn sem voru að fara með Jamaíku á Copa America.

Bailey, sem er stærsta stjarna Jamaíku, birti skilaboð á Instagram eftir að hópurinn var tilkynntur og skrifaði einfaldlega: „Villandi upplýsingar."

Umboðsmaður leikmannsins tjáði sig einnig og sagði að staðan hjá skjólstæðingi sínum hefði ekki breyst. Það er því ekki útlit fyrir að hann spili á Copa America. Mjög skrítið allt saman.

Lærisveinar Heimis í Jamaíku fá að taka þátt á Copa America sem gestaþjóð eftir að hafa leikið vel í Þjóðadeildinni í Concacaf. Hér fyrir neðan má sjá hvernig hópurinn lítur út.


Athugasemdir
banner
banner