Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 13. júlí 2020 07:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Klopp um markaleysi Firmino: Skiptir ekki máli hver skorar
Gengur illa að skora á heimavelli.
Gengur illa að skora á heimavelli.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var spurður út í markaþurrð framherja síns, Roberto Firmino, eftir 1-1 jafntefli gegn Burnley á heimavelli í fyrradag.

Firmino gengur afar illa að skora á heimavelli og ef honum tekst ekki að skora gegn Chelsea í næstu umferð verður komið heilt leiktímabil frá því að hann skoraði síðast á Anfield. Klopp hefur ekki áhyggjur af Brasilíumanninum.

„Það má ekki verða sálrænt vandamál hjá honum því Bobby spilað frábærlega í dag og við dæmum hann ekki. Ég vona að hann lesi ekki greinina þína ef þú gerir frétt um markaleysið," sagði Klopp í viðtali eftir leik.

„Við hugsum ekki um það, það er ekki mikilvægt hver skorar. Við þurfum Bobby í aðra hluti. Við þurfum á honum að halda á nákvæmlega þeim stöðum sem hann var á í dag. Hann þarf að tengja á öðrum stöðum."

„Við fáum bara færi af því að Bobby spilar eins og hann spilar, hann mun skora og það er enginn vafi um það. Við höfum engr áhyggjur og þetta er ekki vandamál,"
sagði Klopp.
Athugasemdir
banner
banner
banner