Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 13. júlí 2020 23:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sögulegur dagur hjá Wycombe - Akinfenwa vill fagna með Klopp
Mynd: Getty Images
Wycombe Wanderers er komið upp í ensku Championship-deildina í fyrsta sinn í 133 ára sögu félagsins.

Liðið hefur náð mögnuðum árangri undir stjórn Gareth Ainsworth og í kvöld hafði liðið betur gegn Oxford United í hreinum úrslitaleik á Wembley.

Leikurinn endaði með 2-1 sigri Wycombe þar sem sigurmarkið kom úr vítaspyrnu á 79. mínútu.

Rotherham og Coventry fara einnig upp í Championship-deildina.

Það verður vel fagnað á götum Wycombe í kvöld, það er ljóst. Adebayo Akinfenwa, sóknarmaður liðsins og frægasti leikmaður liðsins, mætti í skemmtilegt viðtal eftir leikinn sem sjá má hér að neðan. Þar segist hann vilja fagna þessu afreki með Jurgen Klopp, stjóra Liverpool, en Akinfenwa er mikill stuðningsmaður Liverpool.

Sjá einnig:
Kristján fór aðra leið og styður hann Wycombe Wanderers


Athugasemdir
banner
banner
banner