Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
banner
   þri 06. ágúst 2024 15:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Láki að sækja langmarkahæsta leikmann Lengjudeildarinnar
Emma Hawkins.
Emma Hawkins.
Mynd: FHL
Emma Hawkins, sem er langmarkahæst í Lengjudeild kvenna, mun fara til Íslendingaliðs Damaiense í portúgölsku deildinni þegar FHL tryggir sig upp í Bestu deildina samkvæmt upplýsingum Fótbolta.net.

Hawkins, sem er frá Bandaríkjunum, var fengin til FHL fyrir tímabilið og hefur verið mögnuð fyrir liðið í sumar.

Hún er búin að skora 24 mörk í 16 leikjum í deild og bikar í sumar fyrir FHL sem er langefst í Lengjudeildinni.

„Ég geri ráð fyrir því að Emma fari til Portúgal þegar við tryggjum okkur upp. Það kemur í ljós síðar hvort hún komi svo aftur. Ef það gengur ekki upp hjá henni í Portúgal, þá er hún meira en velkomin aftur. Það verður tekið vel á móti henni, hún veit það," sagði Björgvin Karl Gunnarsson, þjálfari FHL, við Fótbolta.net á dögunum.

Þorlákur Árnason er þjálfari Damaiense. Láki er á leið inn í sitt annað tímabil með liðið eftir að hafa endaði í fjórða sæti deildarinnar á liðnu tímabili. Stóra markmiðið er að komast í Meistaradeildina en tvö lið frá Portúgal komast í forkeppnina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner