Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
   þri 13. ágúst 2024 20:29
Brynjar Ingi Erluson
U17: Svekkjandi tap gegn Ítalíu
Icelandair
Mynd: KSÍ
U17 ára landslið karla tapaði í dag fyrir Ítalíu, 4-3, í Telki Cup mótinu sem haldið er í Ungverjalandi.

Ítalska liðið náði þriggja marka forystu á rúmum hálftíma en Tómas Óli Kristjánsson (AGF) náði að minnka muninn rétt fyrir hlé.

Ísland jafnaði metin með tveimur mörkum á fyrstu fimmtán mínútum síðari hálfleiks. Guðmar Gauti Sævarsson (Fylki) og Karan Gurung (Leikni) gerðu mörkin, en þegar lítið var eftir af leiknum fengu Ítalirnir vítaspyrnu og skoruðu sigurmarkið úr henni.

Frábær frammistaða engu að síður hjá íslenska liðinu sem mætir Ungverjalandi á fimmtudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner