Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 13. september 2020 14:38
Magnús Már Einarsson
Rúnar Alex sagður á leið til Arsenal
Rúnar Alex Rúnarsson
Rúnar Alex Rúnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður Dijon og íslenska landsliðsins, er á leið til Arsenal að sögn Elliot Richardson sem heldur úti vefsíðunni „Dugout."

Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður Rúnars, vildi ekki tjá sig um málið þegar Fótbolti.net hafði samband við hann í dag.

Arsenal er að selja varamarkvörð sinn Emiliano Martinez til Aston Villa á 20 milljónir punda og ætlar að fá markvörð í staðinn.

Sá markvörður ku vera Rúnar Alex en hann hefur verið varamarkvörður hjá Dijon í frönsku úrvalsdeildinni.

Hinn 25 ára gamli Rúnar er uppalinn hjá KR en hann gekk í raðir Nordsjælland í Danmörku árið 2014.

Hjá Nordsjælland var markmannsþjálfari hans Inaki Cana en Mikel Arteta fékk hann á síðasta tímabili inn í þjálfarateymi sitt hjá Arsenal.

Cana þekkir vel til Rúnars og líklegt er að hann hafi bent Arsenal á hann.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner