Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   þri 13. september 2022 08:03
Elvar Geir Magnússon
Stelpurnar okkar í FIFA tölvuleiknum
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska kvennalandsliðið verður með í næstu útgáfu af FIFA tölvuleiknum vinsæla, FIFA 23. Fréttablaðið fjallar um málið en í fyrsta sinn verður hægt að spila með íslenska kvennalandsliðinu.

Það er eitt af sautján landsliðum í kvennaflokki sem eru í boði.

„Fyrir samninginn greiðir EA Sports engar fjárhæðir til okkar. Við metum þennan sýnileika þess virði að hann sé réttlætanlegur án greiðslunnar," segir Stefán Gunnarsson, sviðsstjóri á markaðssviði KSÍ.

Karlalandsliðið hefur verið í leiknum undanfarin ár og verður þar áfram.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner