Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 13. október 2019 10:48
Magnús Már Einarsson
Óvíst hvort Jói og Rúnar verði með í nóvember
Icelandair
Jóhann Berg í leiknum gegn Frökkum.
Jóhann Berg í leiknum gegn Frökkum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óvíst er hvort Jóhann Berg Guðmundsson og Rúnar Már Sigurjónsson verði með íslenska landsliðinu í lokaleikjunum í undankeppni EM í næsta mánuði.

Jóhann og Rúnar tognuðu báðir aftan í læri gegn Frökkum í fyrrakvöld og verða ekki með gegn Andorra á morgun.

Óvíst er hvort þeir nái leikjunum gegn Tyrklandi og Moldóvu í nóvember.

„Við vitum það ekki ennþá. Það er auðvitað stórt spurningamerki á þessum tímapunkti. Svona meiðsli taka vanalega 3-6 vikur. Við sjáum hvernig það verður," sagði Erik Hamren landsliðsþjálfari á fréttamannafundi í dag.

Aðrir leikmenn í íslenska landsliðshópnum ættu að vera klárir í leikinn á morgun.

„Samúel (Kári Friðjónsson) fann fyrir magaverkjum í nótt og æfir ekki í dag en allir aðrir æfa í dag," sagði Hamren.
Athugasemdir
banner