Arsenall vill fá Kudus - Man Utd skoðar að losa Zirkzee - Maignan til City og hvað verður um Davies og David?
   sun 13. október 2024 17:16
Sölvi Haraldsson
Þurfum að endurtaka seinni hálfleikinn - „Verður mjög jafn leikur“
Icelandair
Jóhann Berg í leiknum gegn Wales á föstudaginn.
Jóhann Berg í leiknum gegn Wales á föstudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Á föstudaginn mætti íslenska landsliðið Wales á Laugardalsvelli og gerði 2-2 jafntefli eftir að hafa verið 2-0 undir í hálfleik. Íslenska liðið situr í 3. sæti í riðlinum sínum í Þjóðadeildinni en á morgun bíður erfiður andstæðingur, tyrkneska landsliðið.


Íslenska landsliðið hefur ekki tapað á móti því tyrkneska í 7 heimaleikjum í röð í landsliðsfótbolta. Liðin hafa mæst oft á seinustu árum og oftar en ekki hefur Ísland haft betur í þeim leikjum.

Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði liðsins, var spurður út í það hvað Íslenska liðið þarf að gera til þess að sækja sigur í leiknum á morgun.

Við þurfum að spila eins og við gerðum í seinni hálfleik á móti Wales. Auðvitað var útileikurinn erfiður. Það var ekkert mikið í þeim leik. Auðvitað fáum við á okkur klaufalegt mark en við náum að jafna leikinn. Þetta verður hörkuleikur, mjög jafn leikur.“

Líkt og kom fram hér áður lenti Ísland 2-0 undir á móti Wales í fyrri hálfleik á föstudaginn en gerði vel að snúa taflinu við í seinni hálfleiknum.

„Auðvitað tökum við allt sem við gerðum vel í seinni hálfleiknum á móti Wales og reynum að færa það yfir í leikinn á morgun. Ef við gerum það er ég með mikið sjálfstraust að þetta lið nær í þrjá punkta á morgun.“ sagði Jóhann Berg.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner