Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   mán 13. nóvember 2023 13:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fylkir vill fá þrisvar sinnum hærri upphæð fyrir Pétur - „Sérstök staða"
Pétur í leik með Fylki í sumar.
Pétur í leik með Fylki í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hafði fyrir tímabilið 2023 leikið allan sinn feril fyrir vestan.
Hafði fyrir tímabilið 2023 leikið allan sinn feril fyrir vestan.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Þórður er 22 ára kantmaður sem gekk í raðir Fylkis fyrir tímabilið 2020.
Þórður er 22 ára kantmaður sem gekk í raðir Fylkis fyrir tímabilið 2020.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í síðustu viku sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, frá því að Pétur Bjarnason, leikmaður Fylkis, væri að flytja aftur vestur á firði. Pétur var keyptur í Fylki frá Vestra fyrir tímabilið 2023 og skoraði framherjinn sex mörk í sumar.

„Pétur er pottþétt að fara vestur. Pétur hefur sagt okkur það að hann vilji flytja vestur og þá er lítið sem við getum gert í því. Það er mjög svekkjandi að missa hann, það er eins og það er. Hann var í okkar framtíðarplönum frá því við fengum hann. En það kemur bara maður í manns stað. Þetta er fínn drengur sem kom vel inn í þetta hjá okkur. Auðvitað er synd að missa hann," sagði Rúnar.

Fótbolti.net ræddi við Samúel Samúelsson sem er formaður meistaraflokksráðs Vestra og spurði hann út í Pétur. Eru viðræður við Fylki um að fá Pétur aftur í Vestra?

„Þetta er svolítið sérstök staða. Við vildum fá Pétur heim í glugganum, en Fylkismenn sögðu nei við okkur og við skildum það alveg. Svo kemur það upp að Pétur eignaðist barn, er að fara vinna fyrir vestan og vill koma heim aftur. Við seldum Pétur fyrir tíu mánuðum síðan, við buðumst til að borga Fylki sömu upphæð fyrir hann, en þeir vilja fá þrefalda upphæð fyrir hann. Við erum ekki þar."

„Pétur er að fara flytja á Ísafjörð sama hvað. Hvort sem hann verður skráður í Fylki og situr uppi í stúku á næsta ári eða ekki. Auðvitað vill hann koma og spila fyrir Vestra aftur, en það getur vel orðið þannig að hann verði samningsbundinn Fylki og spili ekki neitt af því hann verður búsettur á Ísafirði."

„Ég gerði Fylki tilboð sem þeir höfnuðu og ég hef ekki heyrt í þeim síðan. Ég veit að þeir sögðu Pétri að þeir ætluðu að reyna finna lausn með okkur, en ég hef ekki heyrt í þeim í hálfan mánuð. Ég veit ekki hvernig staðan er eða hvernig hún verður. Ég veit að Pétur er að flytja heim, en hvort hann er að fara spila fótbolta er eitthvað sem ég get ekki svarað. Ég auðvitað vona að þetta leysist með Pétur, en ég er ekki á því að ganga að kröfum Fylkis."


Annar fyrrum leikmaður Vestra er í Fylki. Það er Þórður Gunnar Hafþórsson, eru Vestramenn að reyna fá hann?

„Nei, Þórður Gunnar er samningsbundinn Fylki. Það hefur ekki komið til tals að hann sé að koma heim."

Sammi á ekki von á því að Vestri bæti mikið við hópinn ofan á það sem þegar hefur verið tilkynnt. Tveir leikmenn eru þegar búnir að semja við félagið og það á að passa að ekki verði eytt um efni fram.

Komnir
Andreas Söndergaard
Andri Rúnar Bjarnason frá Val

Farnir
Deniz Yaldir
Rafael Broetto
Athugasemdir
banner
banner