Birna Jóhannsdóttir er komin aftur til Stjörnunnar eftir rúmlega tveggja ára fjarveru.
Birna er fædd 2001 og skoraði hún 5 mörk í 18 leikjum með HK í Lengjudeildinni í sumar.
Í fyrrasumar skoraði hún 6 mörk í 7 leikjum með Álftanesi í 2. deild kvenna og verður áhugavert að sjá hvernig henni gengur á nýju tímabili í efstu deild.
Birna er uppalin hjá Stjörnunni og hefur spilað 40 leiki með meistaraflokki í efstu deild kvenna.
Hún er fjölhæfur leikmaður sem getur leyst ýmsar stöður á vellinum.
„Við óskum bæði félaginu og Birnu innilega til hamingju og tökum vel á móti henni!" segir meðal annars í tilkynningu frá Stjörnunni á Facebook.
Athugasemdir