Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   fös 13. desember 2024 11:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Erfið leið fyrir Ísland á HM 2026 - Svona er riðillinn okkar
Icelandair
Ísland er í mjög erfiðum riðli.
Ísland er í mjög erfiðum riðli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland verður í mjög erfiðum riðli í undankeppni HM 2026 en það var dregið núna áðan í undankeppnina.

Ísland er í fjögurra liða riðli með sigurliðinu úr einvígi Frakklands og Króatíu í Þjóðadeildinni, Úkraínu og Aserbaídsjan.

Það er ljóst að það verður mjög erfitt fyrir Ísland að komast á HM, en það er allt hægt í þessu.

Ísland var í þriðja styrkleikflokki fyrir dráttinn.

Þau tólf lið sem vinna sína riðla komast beint áfram í lokakeppnina, en liðin sem enda í öðru sæti fara í umspil, ásamt þeim fjórum liðum með bestan árangur í síðustu Þjóðadeild og enduðu ekki í efstu tveimur sætum síns riðils. Í umspilinu verður leikið um fjögur laus sæti.

Riðill Íslands:
Sigurvegarinn úr Frakkland/Króatía
Úkraína
Ísland
Aserbaídsjan
Athugasemdir
banner
banner
banner