Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur Valur hafnað tilboði HK í Þorstein Aron Antonsson. Samkvæmt heimildum hafa fleiri félög áhuga á Þorsteini, bæði félög í Bestu deildinni og í Lengjudeildinni.
Þorsteinn Aron er tvítugur miðvörður sem lék á láni hjá HK frá Val í sumar og hefur HK áhuga á því að halda honum innan sinna raða.
Hann lék sinn fyrsta leik með U21 landsliðinu í síðasta mánuði þegar hann kom inn á gegn Pólverjum í vináttuleik. Hann átti fyrir 18 leiki að baki fyrir yngri landsliðin.
Þorsteinn Aron er tvítugur miðvörður sem lék á láni hjá HK frá Val í sumar og hefur HK áhuga á því að halda honum innan sinna raða.
Hann lék sinn fyrsta leik með U21 landsliðinu í síðasta mánuði þegar hann kom inn á gegn Pólverjum í vináttuleik. Hann átti fyrir 18 leiki að baki fyrir yngri landsliðin.
Þorsteinn er Selfyssingur sem valinn var efnilegasti leikmaður 2. deildar sumarið 2020 og var í kjölfarið fenginn til Fulham. Hann var hjá Stjörnunni fyrri hluta tímabilsins 2022 en sneri svo á Selfoss og var þar út tímabilið 2023.
Í kjölfarið var hann fenginn til Vals og samdi þar út tímabilið 2026.
Athugasemdir