Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   þri 14. janúar 2025 07:40
Ívan Guðjón Baldursson
Óliver Þorkelsson í Hauka (Staðfest)
Mynd: Haukar
Haukar hafa staðfest félagaskipti Ólivers Þorkelssonar til félagsins frá Selfossi.

Óliver er uppalinn hjá Hamri í Hveragerði og hefur leikið fyrir yngri flokka Hamars og Selfoss. Hann er fæddur 2005 og gerir tveggja ára samning við Hauka.

Óliver spilaði fjóra leiki með Selfossi í Lengjudeildinni 2022 og þá skoraði hann 12 mörk í 36 leikjum með Hamri í 4. deildinni.

Haukar leika í 2. deild þar sem þeir enduðu um miðja deild í fyrra með 30 stig úr 22 umferðum.


Athugasemdir
banner
banner