Haukar hafa staðfest félagaskipti Ólivers Þorkelssonar til félagsins frá Selfossi.
Óliver er uppalinn hjá Hamri í Hveragerði og hefur leikið fyrir yngri flokka Hamars og Selfoss. Hann er fæddur 2005 og gerir tveggja ára samning við Hauka.
Óliver spilaði fjóra leiki með Selfossi í Lengjudeildinni 2022 og þá skoraði hann 12 mörk í 36 leikjum með Hamri í 4. deildinni.
Haukar leika í 2. deild þar sem þeir enduðu um miðja deild í fyrra með 30 stig úr 22 umferðum.
Athugasemdir