Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   fim 14. mars 2024 13:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hrósar Hauki Andra og segir hann vera með fullkomið hugarfar
Haukur Andri Haraldsson.
Haukur Andri Haraldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skagamaðurinn Haukur Andri Haraldsson hefur verið að standa sig vel með unglingaliðum Lille í Frakklandi.

Haukur Andri fylgdi bróður sínum Hákoni til Frakklands síðasta sumar. Hákon var keyptur til Lille frá FC Kaupmannahöfn fyrir 17 milljónir evra og stuttu síðar var Haukur Andri keyptur frá ÍA.

Haukur er 18 ára, fæddur árið 2005, og kemur upp úr yngri flokka starfi ÍA. Hann spilaði sína fyrstu leiki fyrir meistaraflokk ÍA í Bestu deildinni 2022 og eru meistaraflokks leikirnir samtals orðnir 35 og mörkin fjögur.

Sebastien Pennacchio, sem þjálfar U19 lið Lille, er ánægður með þróun Hauks Andra.

„Við erum gríðarlega ánægðir með hans þróun," segir Pennacchio.

„Hann kemur inn í liðið með öðruvísi hluti þegar hann spilar með okkur. Það er gaman að sjá. Hann er með fullkomið hugarfar. Hann gefur alltaf allt sem hann á og svindlar aldrei. Hann skiptir miklu máli fyrir okkur og það gefur góð fyrirheit fyrir framtíðina."

Það er skemmtileg tilhugsun að Hákon og Haukur geti mögulega spilað saman í Lille í framtíðinni en Hákon hefur einnig verið að komast betur inn í hlutina hjá Lille að undanförnu.
Athugasemdir
banner
banner