Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   sun 14. apríl 2024 08:50
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
„Þetta hefur ekki alveg verið eins og auglýst var“
„Þeir geta verið raunverulega svekktir með fótboltann sem þeir hafa boðið upp á þessar 180 mínútur sem þeir eru búnir með í Bestu deildinni.
„Þeir geta verið raunverulega svekktir með fótboltann sem þeir hafa boðið upp á þessar 180 mínútur sem þeir eru búnir með í Bestu deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Það er lítill taktur í þeim og þeir eru í miklum erfiðleikum sóknarlega," segir Elvar Geir Magnússon í útvarpsþættinum Fótbolti.net þar sem rætt var um slæma byrjun Stjörnunnar í Bestu deildinni.

Þeir hafa engan veginn fundið sig í byrjun móts og töpuðu verðskuldað á heimavelli gegn KR á föstudag 1-3, eftir að hafa tapað gegn Íslands- og bikarmeisturum Víkings í fyrstu umferð

„Þeir mættu í Víkina og voru bara litlir. Þeir stóðu til baka og Jökull talaði um það að honum hafi fundist þeir vera ólíkir sjálfum sér þar. Hvað þeir voru staðir þar og passífir. Sem er ekki þeirra leikur, svo var svipað uppi á teningnum núna," segir Tómas Þór.

„Þetta hefur ekki alveg verið eins og auglýst var. Bæði það sem við höfum séð og hvernig við bjuggumst við að þeir kæmu inn í mótið. Sóknarleikurinn er kannski sérstakt vandamál hingað til. Þeir geta verið raunverulega svekktir með fótboltann sem þeir hafa boðið upp á þessar 180 mínútur sem þeir eru búnir með í Bestu deildinni."

Tveir af bestu leikmönnum deildarinnar, Hilmar Árni Halldórsson og Emil Atlason, hafa engan veginn fundið sig. Stjarnan fór í gang á síðasta tímabili þegar liðið var komið talsvert á eftir efstu liðum og pressan var ekki mikil. Í þættinum var rætt um hvort liðið eigi í erfiðleikum þegar það er pressa á þeim.

„Ég veit ekki hvort þetta séu væntingarnar, gríðarlegar væntingar gerðar til þeirra og verið að spá þeim ofarlega. Það er eins og það sé hræðsla hreinlega í liðinu. Það var hálf vandræðalegt hversu margar feilsendingar þeir áttu gegn KR, ógrynni af sendingum sem voru bara beint á KR-inga. Eins og það eru flottir fótboltamenn í þessu liði," segir Elvar.

„Það eru bara tveir leikir búnir en maður hefur hreinlega smá áhyggjur af Stjörnuliðinu. Þeir eiga Valsmenn næst í Garðabænum."
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Athugasemdir
banner
banner
banner