Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 14. maí 2019 12:20
Arnar Daði Arnarsson
Gary Martin: Valur hefur sett mig í mjög erfiða stöðu
Gary Martin.
Gary Martin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég var í sjokki þegar ég fékk þessi tíðindi í morgun," sagði Gary Martin leikmaður Vals í samtali við 433.is í dag.

Hann sagði að Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals hafi heyrt í sér í morgun og tilkynnt honum þar að Valur vildi losna við hann.

Gary fór að gruna að eitthvað væri í vændum eftir fund með Ólafi í gær þar sem Ólafur tjáði honum það að Valur væri að skoða að fá inn annan framherja. Sem myndi valda því að Gary Martin myndi ekki spila alla leiki.

Hann fékk síðan staðfestingu á því í morgun að hann mætti að fara frá félaginu.

„Ég skil alveg að hlutirnir hafi ekki gengið vel hjá okkur, ég sé samt ekki að ég sé eina ástæða þess. Ég hef skorað í tveimur af þremur deildarleikjum okkar, við erum ekki að spila vel en við erum með mikið af nýjum leikmönnum. Það er svo erfitt að vera framherji þegar þú spilar með þrjá djúpa miðjumenn. Ég veit að ég get spilað betur en ég fékk sjokk þegar mér var tilkynnt þetta," sagði Gary í samtali við 433.is.

Hann segist ekki hafa hugmynd um ástæðuna fyrir þessu og hann skilur hvorki upp né niður. Hann segist hafa talað við nokkra leikmenn í Valsliðinu og að þeir skilji ekki hvað sé í gangi. Gary segist hafa átt í góðu sambandi við alla leikmenn liðsins.

Gary skrifaði undir þriggja ára samning við Val í janúar. Félagaskiptaglugginn lokar á Íslandi á morgun en félagaskiptaglugginn á Norðurlöndunum er lokaður. Gary er því í erfiðri stöðu.

Hann segist ekki ætla fara nema það komi lið sem henti honum. „Valur hefur sett mig í mjög erfiða stöðu," sagði Gary við 433.is og bætir við að það hefði verið töluvert hjálplegra ef hann hefði vitað þetta strax um síðustu helgi.

Gary hefur skorað tvö mörk fyrir Val í fyrstu þremur leikjum Pepsi Max-deildarinnar.

Lesa má fréttina í heild sinni á 433.is

Sjá einnig:
Valur vill losna við Gary Martin
Hvert fer Gary Martin? - Stjarnan og ÍA nefnd
Athugasemdir
banner
banner
banner