Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 14. maí 2019 11:33
Arnar Daði Arnarsson
Valur vill losna við Gary Martin
Gary Martin.
Gary Martin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur vill losna við Gary Martin. Þetta staðfesti Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals í samtali við 433.is í dag.

„Ég er búinn að tilkynna honum að hann megi finna sér nýtt félag, Gary er fínn drengur og búinn að standa sig vel. Hann hentar ekki okkar leikstíl," sagði Ólafur í samtali við 433.is.

Gary Martin sem gekk í raðir Vals í janúar og gerði þriggja ára samning við félagið hefur skorað tvö mörk í Pepsi Max-deildinni í sumar. Jöfnunarmark Vals í 3-3 jafntefli gegn Víkingi í 1. umferðinni og svo skoraði hann í 2-1 tapi gegn ÍA á laugardagskvöldið.

Valur er með eitt stig að loknum þremur umferðum í Pepsi Max-deildinni og eru úr leik í bikarnum eftir tap gegn FH í Mjólkurbikarnum.

Ólafur segir í samtali við 433 að eins og staðan sé núna er enginn leikmaður að koma til félagsins, en félagaskiptaglugginn lokar á morgun. „Við erum að líta í kringum okkur," bætir hann við.

Sjá einnig:
Tómas Þór: Sóknarmenn Vals spila eins og þeir hati hvorn annan
Er Valsliðið illa þjálfað?

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner