Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 06. maí 2019 12:00
Arnar Daði Arnarsson
Tómas Þór: Sóknarmenn Vals spila eins og þeir hati hvorn annan
Tómas Þór Þórðarson.
Tómas Þór Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gary Martin hefur verið gagnrýndur.
Gary Martin hefur verið gagnrýndur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emil Lyng.
Emil Lyng.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson hituðu upp fyrir 2. umferðina í Pepsi Max-deildinni í Útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu á laugardaginn.

Þar fór Tómas Þór vel yfir byrjun Vals á tímabilinu en seinna um daginn tapaði liðið gegn KA fyrir norðan 1-0.

Smelltu hér til að hlusta á umræðuna

Framlínan er ekki sú sama
„Mér finnst eins og þeir séu með enga mynd af því hvað þeir ætla að gera í sumar. Eins og réttilega hefur verið bent á, þá er framlínan ekki sú sama, bókstaflega. Það eru menn farnir og komnir nýir inn í staðin."

„Það hefur sýnt sig að Gary Martin á að vera út á vinstri kanti en hann vill ekki vera út á vinstri kanti. Þegar hann er vinstra megin þá driftar hann hvort sem er inn á teiginn og skilar sínum mörkum en hann lítur á sig sem níu og vill spila sem nía og ekkert annað. Þegar hann spilar þar þá driftar hann út til vinstri og er farinn að vera fyrir mönnum. Hann er ekki target center sem getur nýst þannig eins og Patrick Pedersen til að droppa boltanum fyrir öfluga miðjumenn Vals," sagði Tómas Þór sem hefur áhyggjur af liði Vals.

„Þeir hafa engan veginn náð að leysa stöðu Kristins Freys Sigurðarssonar. Það er ekki einn leikmaður í liðinu sem getur spilað hans stöðu eins og ekki einu sinni nálægt því."

Emil Lyng hefur ekkert getað
Tómas Þór hefur ekki hrifist af Emil Lyng sem gekk í raðir Vals fyrir tímabilið.

„Emil Lyng hefur ekkert getað, ekki neitt. Ég hreinlega skil ekki hvað hann gerir sem fótboltamaður. Ég átta mig ekki á því. Hann skoraði níu mörk fyrir KA þar af tvær þrennur og ein af þeirra gegn Víkingi Ólafsvík í 5-1 sigri. Hann hefur ekkert verið að heilla mig núna."

„Mér finnst Gary Martin, Kaj Leo og Emil Lyng spila eins og þeir hati hvorn annan. Ég sé enga samheldni þeirra á milli, núll. Allir vilja klappa boltanum eins og þeir geta. Það er engin samstaða né samheldni."

„Þegar Sigurður Egill lék gegn Stjörnunni í Meistarakeppninni þá var hann og Bjarni Ólafur að reyna spila þennan Valsbolta sem við höfum séð síðustu ár. Þeir voru að taka sín over-lap og fífla menn uppúr skónum. Þá var Emil Lyng í tíunni með Kaj Leo hægra megin og Gary Martin upp á topp. Sá þríhyrningur var eins og svarthol var eins og svarthol. Hlutir fóru þangað til að deyja. Það gerðist ekki neitt, þeir tengja núll."

Tómas segir mikið verk fyrir höndum hjá þjálfarateyminu.

„Þetta verður stærsta áskorunin fyrir Óla Jó. hingað til. Að reyna búa til meistaralið og jafnvel lið úr þessu. Það eru komnir allt öðruvísi karakterar í liðið og hugsunarhátturinn er miklu meira ég heldur en við."

Miðverðir spila með ævintýralegum hroka
Það er ekki aðeins sóknarlínan hjá Val sem hefur ollið vonbrigðum í byrjun tímabils. Eiður Aron hefur verið gagnrýndur fyrir sína spilamennsku og þá var Orri Sigurður settur á bekkinn fyrir leikinn gegn KA.

„Mér finnst þeir spila með ævintýralegum hroka. Afhverju eru þeir ekki að spila eins og þeir hafa verið að gera. Sérstaklega Eiður Aron, þetta hefur ekkert verið flókið hingað til. Það hefur í raun enginn getað gert eitthvað á móti þeim þegar þeir halda stöðu og gera þetta almennilega. Hvað eru þeir að gera núna? Orri Sigurður að láta teyma sig útúr stöðu eins og einhver krakki. Eiður Aron að hendandi sér á rassinn hægri vinstri. Þetta er bara hroki. Þeir eru að halda að þeir séu orðnir ofurmenn. Þeir eru ofurmenn þegar þeir spila eins og þeir spila. Við höfum séð Eið Aron pakka þessari deild saman tvö ár í röð. Óumdeilanlega besti miðvörður deildarinnar en hann þarf að spila eins og hann spilar. Það þýðir ekkert að henda sér á rassinn og horfa á boltann og svo er hinn miðvörðurinn farinn einhvert út. Staðan á Valsvörninni í fyrra marki FH var barnaleg," sagði Tómas Þór.

Hægt er að hlusta á klippuna úr útvarpsþættinum hér.
Athugasemdir
banner