Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   þri 14. maí 2024 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Postecoglou: Við áttum að refsa þeim
Mynd: EPA
Ange Postecoglou, þjálfari Tottenham, svaraði spurningum eftir tap liðsins á heimavelli gegn Manchester City í kvöld.

Tottenham sýndi flotta frammistöðu en tapaði að lokum eftir jafna viðureign, þar sem bæði lið fengu góð færi til að skora en það var færanýtingin sem gerði herslumuninn.

„Við vorum með í leiknum allan tímann og fengum frábær færi til að jafna eftir að við lentum undir. Við vorum sprellifandi allt þar til þeir skoruðu seinna markið til að gera út um viðureignina," sagði Postecoglou að leikslokum.

„Við erum svekktir með að hafa ekki refsað þeim þegar við fengum tækifæri til þess. Það verður að refsa svona sterkum andstæðingum þegar möguleikinn býðst."

Tapið þýðir að Tottenham mun ekki taka þátt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð þar sem liðið getur ekki náð Aston Villa í fjórða sætinu.

„Það er svekkjandi að tapa og missa af meistaradeildarsæti. Núna þurfum við að sigra síðasta leikinn gegn Sheffield United og vinna hörðum höndum að því að bæta okkur fyrir næstu leiktíð."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 3 3 0 0 9 2 +7 9
2 Liverpool 3 3 0 0 7 0 +7 9
3 Brighton 3 2 1 0 6 2 +4 7
4 Arsenal 3 2 1 0 5 1 +4 7
5 Newcastle 3 2 1 0 4 2 +2 7
6 Brentford 3 2 0 1 5 4 +1 6
7 Aston Villa 3 2 0 1 4 4 0 6
8 Bournemouth 3 1 2 0 5 4 +1 5
9 Nott. Forest 3 1 2 0 3 2 +1 5
10 Tottenham 3 1 1 1 6 3 +3 4
11 Chelsea 3 1 1 1 7 5 +2 4
12 Fulham 3 1 1 1 3 3 0 4
13 West Ham 3 1 0 2 4 5 -1 3
14 Man Utd 3 1 0 2 2 5 -3 3
15 Leicester 3 0 1 2 3 5 -2 1
16 Crystal Palace 3 0 1 2 2 5 -3 1
17 Ipswich Town 3 0 1 2 2 7 -5 1
18 Wolves 3 0 1 2 3 9 -6 1
19 Southampton 3 0 0 3 1 5 -4 0
20 Everton 3 0 0 3 2 10 -8 0
Athugasemdir
banner
banner
banner