Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   fös 14. júní 2024 21:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
EM: Þjóðverjar gengu frá Skotum
Niclas Fullkrug fagnar marki sínu
Niclas Fullkrug fagnar marki sínu
Mynd: Getty Images

Þýskaland 5 - 1 Skotland
1-0 Florian Wirtz ('10 )
2-0 Jamal Musiala ('19 )
3-0 Kai Havertz ('45 , víti)
4-0 Niclas Fullkrug ('68 )
4-1 Antonio Rudiger ('87 , sjálfsmark)
5-1 Emre Can ('90 )
Rautt spjald: Ryan Porteous, Scotland ('44)


Þjóðverjar byrja EM þar í landi gríðarlega vel en liðið fór illa með Skota í kvöld í opnunarleik mótsins.

Florian Wirtz kom heimamönnum yfir strax á tíundu mínútu þegar hann skoraði með skoti eftir sendingu frá Joshua Kimmich en Toni Kroos átti glæsilega sendingu á Kimmich í aðdragandanum.

Angus Gunn markvörður Skota nagar sig hins vegar í handabökin að hafa ekki gert betur þar sem hann var vel í markinu.

Jamal Musiala skoraði annað markið eftir sendingu frá Kai Havertz en Havertz skoraði svo sjálfur þriðja markið úr víti eftir að Ryan Porteous braut illa á Ilkay Gundogan inn á teignum.

Niclas Fullkrug kom inn á sem varamaður og skoraði fjórða markið með stórkostlegu skoti. Skotar klóruðu í bakkann en það var Antonio Rudiger sem skoraði sjálfsmark. Það var síðan Emre Can sem innsiglaði sigur Þjóðverja.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner