Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   fös 14. júní 2024 10:30
Elvar Geir Magnússon
Spila á EM meðan sprengjum rignir á heimaborgir þeirra
Mykhailo Mudryk.
Mykhailo Mudryk.
Mynd: Getty Images
Úkraínski miðjumaðurinn Mykhailo Mudryk segir að hann muni spila á EM vitandi það að rússneskar sprengjur dynji „dag og nótt“ á heimaborg sína Krasnograd.

Stríð hefur geysað að fullu í Úkraínu síðan Vladímír Pútín forseti Rússlands skipaði innrás í landið í febrúar 2022.

Mudryk, leikmaður Chelsea, er einn af þrettán leikmönnum úkraínska landsliðsins sem hafa talað um áhrif stríðsins á heimaborgir sínar í myndbandi sem úkraínska fótboltasambandið lét framleiða.

Hann segir að foreldrar sínir búi enn í Krasnograd og muni alltaf „trúa á sigur Úkraínu“.

Oleksandr Zinchenko leikmaður Arsenal er einnig í myndbandinu og líka Mykola Shaparenko sóknarmaður Dynamo Kiev sem segir að uppeldisbær sinn, Velyka Novosilka, hafi verið jafnaður við jörðu af Rússlandi.

Úkraína vann Ísland í úrslitaleik umspilsins um að komast á EM og mun leika gegn Rúmeníu í fyrsta leik sínum í riðlakeppninni á mánudaginn.


Athugasemdir
banner