Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
   mið 14. júlí 2021 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Coleman hvetur sitt gamla félag gegn gamla félagi Gylfa
Seamus Coleman er samherji Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton og mætast þeirra fyrrum félagslið í Sambandsdeildinni á morgun.

Sligo Rovers, sem hinn írski Coleman lék fyrir í þrjú ár áður en hann var keyptur til Everton 2009, tekur þar á móti FH, uppeldisfélagi Gylfa Þórs.

FH vann fyrri leikinn 1-0 á heimavelli þar sem Steven Lennon gerði eina mark leiksins á 85. mínútu gegn tíu leikmönnum Sligo.

Það er mikið undir í seinni leiknum en Hafnfirðingar geta ekki reitt sig á útivallarmörk.

Coleman hefur því ákveðið að senda sínu gamla félagsliði baráttukveðjur fyrir leikinn gegn FH sem má sjá hér. Það er spurning hvort Gylfi taki að sér að svara þessu.


Athugasemdir