Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 14. ágúst 2022 17:15
Ívan Guðjón Baldursson
Man Utd íhugar að enda samning Ronaldo
Mynd: Getty Images

Sky Sports greinir frá því að Manchester United sé að íhuga að leyfa portúgölsku stórstjörnunni Cristiano Ronaldo að yfirgefa félagið á frjálsri sölu.


Menn eru ekki ánægðir með hegðun og líkamstjáningu Ronaldo á upphafi tímabils. Hann missti af undirbúningstímabilinu og hefur verið með neikvæða líkamstjáningu í fyrstu tapleikjum ársins.

Eftir 4-0 tap gegn Brentford í gær bað Steve McClaren, aðstoðarþjálfari, leikmenn Man Utd um að klappa fyrir stuðningsmönnum sem fóru í þetta ferðalag og horfðu á leikinn til enda. Ronaldo er meðal þeirra sem hlustuðu ekki og fóru þess í stað beint inn í leikmannagöngin. Mirror segir að þeir hafi verið fjórir talsins, leikmennirnir sem fóru beint inn í klefa.

Times greinir frá því að þjálfarateymi Man Utd sé sérstaklega óánægt með líkamstjáningu Ronaldo og áhugaleysi hans á æfingum. Þessi hegðun er að hafa smitandi áhrif út í hópinn og þess vegna íhugar félagið að leyfa stórstjörnunni að fara á frjálsri sölu. Innan þjálfarateymisins tala þeir um að það sé eins og Ronaldo sé alltaf í vondu skapi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner