Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   þri 14. október 2014 09:19
Hafliði Breiðfjörð
Maggi Lú segir upp samningi sínum við Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magnús Már Lúðvíksson hefur sagt upp samningi sínum hjá Val en þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net í dag.

Magnús ákvað að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi sínum en hann hefur ekki ákveðið hvort hann muni endursemja við Val eða róa á önnur mið.

,,Ég er allavega samningslaus í augnablikinu. Það er ekkert ákveðið með framhaldið," sagði Magnús við Fótbolta.net í dag.

Maggi Lú er 32 ára en hann hefur leikið með Valsmönnum undanfarin tvö tímabil.

Þessi fjölhæfi leikmaður lék mest í hjarta varnarinnar í sumar en hann spilaði einnig aðeins framarlega á miðjunni undir lok móts.
Athugasemdir
banner