Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mán 14. október 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gátu keypt Loga á milljón - „Það fara allir sínar leiðir"
Icelandair
Logi Tómasson.
Logi Tómasson.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Logi hjá FH sumarið 2020.
Logi hjá FH sumarið 2020.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var ein milljón," sagði Logi Tómasson í útvarpsþættinum Fótbolti.net þegar rætt var um verðmiðann sem FH þurfti að borga til að kaupa Loga frá Víkingum sumarið 2020.

Logi var lánaður til FH það sumar og átti Fimleikafélagið möguleika á að kaupa hann að tímabilinu loknu. FH ákvað að nýta sér ekki þá klásúlu.

Logi, sem er núna 24 ára, fór aftur til Víkinga og sló í gegnum næstu árin eftir. Hann var seldur í atvinnumennsku til Noregs og er núna orðin landsliðshetja. Hann á bara eftir að fara hærra í fótboltanum.

„Ég hef alltaf verið á fullum krafti í fótbolta en tónlistinni líka... ég var kannski 60-40 eða 70-30 þarna, maður getur sagt það. Síðan kom maður til baka úr láni og þá var ég 100 prósent. Ég hætti smá í tónlist," sagði Logi í útvarpsþættinum.

„Ég fór yfir þetta með pabba og hann sagði mér að elta það sem ég elska mest. Ég vissi innst inni að ég hefði þetta í mér. Ég ákvað að keyra á þetta. Ég hef átt mín augnablik sem hafa lyft mér upp."

Logi er enn í tónlist með fótboltanum og hefur gert það gott á báðum vígstöðum, en hann setti meiri einbeitingu á fótboltann eftir lánsdvölina í Hafnarfirðinum. „Það fara allir sínar leiðir og sína vegi. Ég sé ekki eftir neinu í dag. Ég er alltaf að læra af mistökum og að verða betri maður," segir Logi.

„Ég tel það mikilvægt að krakkar á Íslandi viti að það er ekki ein rétt leið. Mín leið var nokkuð greið frá því ég var ellefu ára. Svo er Logi sem kemur aðeins seinna upp. Samt erum við báðir að spila núna á Laugardalsvelli með landsliðinu. Það eru mismunandi leiðir og það er fegurðin í þessu," sagði sóknarmaðurinn Orri Steinn Óskarsson í þættinum.

Allt viðtalið er í spilaranum hér að ofan.
Útvarpsþátturinn - Landsliðshetjur og Toddi
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner