Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   mán 15. janúar 2024 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Farinn að hallast að því að Pétur verði ekkert í fótbolta í sumar"
Skoraði sex mörk í 25 deildarleikjum og eitt mark í tveimur bikarleikjum með Fylki.
Skoraði sex mörk í 25 deildarleikjum og eitt mark í tveimur bikarleikjum með Fylki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þangað til á síðasta tímabil hafði Pétur leikið allan sinn feril með Vestra eða BÍ/Bolungarvík eins og það hét áður.
Þangað til á síðasta tímabil hafði Pétur leikið allan sinn feril með Vestra eða BÍ/Bolungarvík eins og það hét áður.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Staða Péturs Bjarnasonar er ansi sérstök en sóknarmaðurinn er samningsbundinn Fylki út tímabilið 2025. Fylkir keypti hann af Vestra fyrir síðasta tímabil, þá hafði Pétur, sem er 26 ára framherji, verið allan sinn feril fyrir vestan.

Í dag er alls ekkert víst að Pétur spili fótbolta á komandi tímabili. Hann er með vinnu fyrir vestan og Vestri vill ekki greiða uppsett verð fyrir hann til að losa hann frá Fylki.

   13.11.2023 13:53
Fylkir vill fá þrisvar sinnum hærri upphæð fyrir Pétur - „Sérstök staða"


Fótbolti.net ræddi við formann meistaraflokksráðs hjá Vestra í dag og var hann spurður hvort það væri einhver þróun á málum Péturs.

„Nei, það er ekki. Ég er farinn að hallast að því að Pétur verði ekkert í fótbolta í sumar. Hann er búinn að leigja sér íbúð hérna og er að fara vinna. Hann var ekki tilbúinn að skuldbinda sig á langtímasamning hérna og þar af leiðandi erum við ekki tilbúnir að borga mjög mikið fyrir hann. Ég sagði við Fylkismenn að það þyrfti mikið að breytast ef það ætti að fara ganga eitthvað eftir með Pétur," sagði Samúel Samúelsson.

„Pétur hefur sagt okkur það að hann vilji flytja vestur og þá er lítið sem við getum gert í því. Það er mjög svekkjandi að missa hann, það er eins og það er. Hann var í okkar framtíðarplönum frá því við fengum hann. En það kemur bara maður í manns stað. Þetta er fínn drengur sem kom vel inn í þetta hjá okkur. Auðvitað er synd að missa hann," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, um Pétur í nóvember.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner