Rashford gerir allt til að komast til Barcelona - Lecce hafnar tilboði Man Utd - Duran til Real Madrid?
   mið 15. janúar 2025 22:58
Brynjar Ingi Erluson
Spænski konungsbikarinn: Atlético og Barcelona örugglega áfram
Lamine Yamal skoraði og lagði upp
Lamine Yamal skoraði og lagði upp
Mynd: EPA
Alexander Sorloth skoraði tvö fyrir Atlético
Alexander Sorloth skoraði tvö fyrir Atlético
Mynd: EPA
Atlético Madríd og Barcelona eru komin áfram í 8-liða úrslit spænska konungsbikarsins eftir sannfærandi sigra í kvöld.

Börsungar unnu Real Betis, 5-1, á Nou Camp. Hinn 17 ára gamli Lamine Yamal skoraði og lagði upp í leiknum og þá var eitt mark dæmt af honum. Gavi, Jules Kounde, Raphinha og Ferran Torres komust einnig á blað.

Dani Olmo, sem Barcelona var í miklum vandræðum með að skrá í leikmannahópinn í byrjun mánaðarins, lagði upp tvö mörk.

Norski sóknarmaðurinn Alexander Sorloth skoraði tvö er Atlético Madríd vann þægilegan 4-0 sigur á Elche.

Getafe og Leganes fylgja Atlético og Barcelona í 8-liða úrslitin en dregið verður 20. janúar næstkomandi og verða leikirnir spilaðir í byrjun febrúar.

Almeria 2 - 3 Leganes
0-1 Adria Altimira ('33 )
1-1 Luis Suarez ('38 )
2-1 Lazaro ('52 )
2-2 Miguel de la Fuente ('76 , víti)
2-3 Diego Garcia ('86 )

Barcelona 5 - 1 Betis
1-0 Gavi ('3 )
2-0 Jules Kounde ('27 )
3-0 Raphinha ('58 )
4-0 Ferran Torres ('67 )
5-0 Lamine Yamal ('75 )
5-1 Vitor Roque ('84 , víti)

Elche 0 - 4 Atletico Madrid
0-1 Alexander Sorloth ('8 )
0-2 Alexander Sorloth ('29 , víti)
0-3 Rodrigo Riquelme ('61 )
0-4 Julian Alvarez ('75 )
Rautt spjald: Nicolas Ezequiel Fernandez Mercau, Elche ('50)

Pontevedra 0 - 1 Getafe
0-1 Alvaro Rodriguez ('2 )
Rautt spjald: ,Alvaro Rodriguez, Getafe ('41)Diego Rico, Getafe ('90)
Athugasemdir
banner
banner
banner