Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   mið 15. maí 2024 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndu labba inn í öll lið nema City - „Væru þá bestu leikmenn liðsins þar"
Eze og Olise.
Eze og Olise.
Mynd: Getty Images
Crystal Palace hefur verið skemmtilegasta lið ensku deildarinnar að undanförnu.
Crystal Palace hefur verið skemmtilegasta lið ensku deildarinnar að undanförnu.
Mynd: Getty Images
„Ef að þeir selja þá ekki fyrir næsta tímabil, þá er ég mjög bjartsýnn," sagði Magnús Valur Böðvarsson, stuðningsmaður Crystal Palace, í Enski boltinn hlaðvarpinu í gær. Var hann þar að tala um tvo bestu leikmenn Palace, þá Ebere Eze og Michael Olise.

Eze og Olise eru gríðarlega hæfileikaríkir og skapandi leikmenn sem hafa verið virkilega góðir fyrir Palace að undanförnu. Palace hefur verið eitt skemmtilegasta lið ensku úrvalsdeildarinnar síðustu mánuði og þeir eru stærsta ástæðan fyrir því. Þeir eru núna báðir heilir og eru að leika listir sínar.

„Ég held að það eina rétta sem Liverpool ætti að gera væri að selja Salah - hann er orðinn ákveðið gamall - og kaupa þá annað hvort Eze eða Olise. Það myndi ég gera ef ég væri stjóri Liverpool. Það er búið að orða þá við Man Utd og þeir væru þá bestu leikmenn liðsins þar," sagði Magnús Valur.

Þeir voru sammála um að þessir tveir leikmenn gætu gengið inn í öll 'stóru sex liðin' á Englandi, þeir eru það góðir.

„Eini gallinn við þá er að þeir eiga það til að meiðast. Þeir eru að glíma við vöðvameiðsli báðir. Þegar þeir eru heilir, þá er gengi Crystal Palace allt annað," sagði Ingimar Helgi Finnsson. „Crystal Palace er vængbrotið án þeirra en öll lið væru það án sinna langbestu manna."

„Ég held að þeir myndu labba inn í öll liðin nema City," sagði Magnús Valur. „Ef við erum ekki selja þá í pakkadíl. Stakur Olise eða stakur Eze er að fara að labba inn í hvaða lið sem er (í deildinni) nema City."

„Ég er að rúlla yfir þetta í hausnum... þetta er bara staðreynd hjá Magga," sagði Ingimar.

Báðir verða þeir örugglega eftirsóttir í sumar og verður fróðlegt að sjá hvort Palace nái að halda þeim.
Enski boltinn - Viltu að liðið þitt tapi?
Athugasemdir
banner
banner
banner