Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 15. júní 2019 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Úr Jovic yfir í Joveljic
Mynd: Getty Images
Þýska félagið Eintracht Frankfurt seldi sóknarmanninn Luka Jovic til Real Madrid í síðustu viku.

Kaupverðið var ekki gefið upp en er talið vera í kringum 65 milljónir evra. Þetta er rosaleg sala hjá Frankfurt sem keypti Jovic frá Benfica fyrir 7 milljónir evra í apríl. Jovic hafði verið á láni hjá Frankfurt frá Benfica.

Jovic er 21 árs serbneskur landsliðsmaður sem vakið hefur mikla athygli. Hann skoraði 17 mörk í 32 leikjum í þýsku Bundesligunni á liðnu tímabili og átti auk þess sex stoðsendingar.

Frankfurt ætlar ekkert að breyta mikið til. Frankfurt er búið að kaupa Dejan Joveljic frá Rauðu stjörnunni í Serbíu.

Joveljic er efnilegur sóknarmaður, hann er 19 ára gamall. Talið er að Frankfurt muni borga fyrir hann í kringum 5 milljónir evra.

Þeir sem spila tölvuleikinn Football Manager ættu að kannast við hann. Joveljic er mjög öflugur í þeim leik.

Frankfurt ætlar greinilega að treysta á sömu formúlu. Nafnið er svipað, þeir eru fæddir í sama bæ í Bosníu og koma báðir upp í gegnum akademíuna hjá Rauðu stjörnunni í Belgrad.



Athugasemdir
banner
banner
banner