mið 15. júní 2022 22:35
Brynjar Ingi Erluson
Lengjudeild kvenna: FH valtaði yfir Grindavík - Annar sigur Fylkis
FH er í toppmálum
FH er í toppmálum
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Fylkiskonur unnu annan sigurinn
Fylkiskonur unnu annan sigurinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH styrkti stöðu sína á toppnum er liðið kjöldró Grindavík 6-0 í Lengjudeild kvenna í kvöld. Fylkir vann þá annan leik sinn með því að leggja Augnablik að velli, 2-0.

FH-ingar áttu ekki í stökustu vandræðum með Grindavík en liðið leiddi með þremur mörkum gegn engu þegar gengið var til búningsherbergja í hálfleik.

Liðið gerði þrjú mörk til viðbótar í síðari hálfleiknum. Esther Rós Arnarsdóttir gerði fjórða markið áður en Kristin Schnurr bætti við öðru marki sínu í leiknum. Elísa Lana Sigurjónsdóttir átti þá síðasta orðið og lokatölur 6-0.

FH er á toppnum með 19 stig en Víkingur R. og HK fylgja fast á eftir með 15 stig. Þessi lið mættust einmitt í kvöld þar sem Víkingur hafði sigur, 2-1.

Fylkir vann annan leik sinn á tímabilinu er Augnablik kom í heimsókn, 2-0. Fylkir er nú með 6 stig í 8. sæti deildarinnar.

Úrslit og markaskorarar:

Víkingur R. 2 - 1 HK
1-0 Christabel Oduro ('33 )
2-0 Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir ('61 )
2-1 Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir ('66 , Sjálfsmark)

FH 6 - 0 Grindavík
1-0 Kristin Schnurr ('28 )
2-0 Shaina Faiena Ashouri ('32 )
3-0 Colleen Kennedy ('41 )
4-0 Esther Rós Arnarsdóttir ('59 )
5-0 Kristin Schnurr ('61 )
6-0 Elísa Lana Sigurjónsdóttir ('74 )

Augnablik 0 - 2 Fylkir
0-1 Vienna Behnke ('7 )
0-2 Tinna Harðardóttir ('61 )
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner