Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 15. september 2019 17:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Sandra María spilaði í sigri gegn Bayern
Sandra María Jessen.
Sandra María Jessen.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Schalke vann endurkomusigur.
Schalke vann endurkomusigur.
Mynd: Getty Images
Schalke og Freiburg fóru með sigur af hólmi í leikjum sínum í þýsku úrvalsdeildinni í dag.

Freiburg fór illa með Hoffenheim á útivelli. Þar urðu lokatölur 3-0 fyrir Freiburg sem fór upp í þriðja sæti deildarinnar með sigrinum. Freiburg er með níu stig, Hoffenheim er með fjögur stig í 13. sæti.

Schalke lenti undir gegn Paderborn, en sýndi karakter og kom til baka og vann 5-1 sigur.

Schalke er með sjö stig og fer upp í sjötta sæti deildarinnar. Paderborn er í næst neðsta sæti með aðeins eitt stig.

Hoffenheim 0 - 3 Freiburg
0-1 Christian Gunter ('11 )
0-2 Janik Haberer ('38 )
0-3 Nils Petersen ('59 )

Paderborn 1 - 5 Schalke 04
1-0 Cauly ('8 )
1-1 Salif Sane ('33 )
1-2 Suat Serdar ('49 )
1-3 Amine Harit ('71 )
1-4 Ahmed Kutucu ('83 )
1-5 Amine Harit ('85 )

Sandra og Sara í sigurliðum
Guðlaugur Victor Pálsson var ekki með Darmstadt þegar liðið gerði 3-3 jafntefli gegn Nürnberg í þýsku B-deildinni, en í úrvalsdeild kvenna voru Sandra María Jessen og Sara Björk Gunnarsdóttir í sigurliðum.

Sandra María kom inn af bekknum hjá Leverkusen á 70. mínútu þegar liðið lagði Bayern München á útivelli. Leikurinn endaði með 2-1 sigri Leverkusen.

Með sigrinum jafnaði Leverkusen lið Bayern að stigum. Bæði lið eru með sex stig eftir þrjá leiki.

Á toppnum er Wolfsburg með fullt hús stiga eftir 3-0 sigur á Hoffenheim í dag. Sara Björk byrjaði á bekknum hjá Wolfsburg, en kom inn á þegar 13 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner