Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 15. nóvember 2019 16:30
Magnús Már Einarsson
Grétar vill lána fleiri Everton utan Englands
Grétar Rafn Steinsson.
Grétar Rafn Steinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grétar Rafn Steinsson, yfirnjósnari Everton í Evrópu, segir að félagið stefni á að lána fleiri leikmenn utan Englands á næstunni. Hægri bakvörðurinn Jonjoe Kenny hefur staðið sig vel á láni hjá Schalke í Þýskalandi í vetur og það sama á við um framherjann Fraser Hornby sem er í láni hjá Kortrijk í Belgíu.

Grétar Rafn ræddi við Sky Sports á ráðstefnu Wyscout í vikunni en þar voru fulltrúar frá mörgum félögum.

„Það er mikilvægt fyrir okkur að sýna ungu leikmennina okkar. Við erum með mjög sterka akademíu og það eru sterkir leikmenn að koma upp," sagði Grétar við Sky.

„Við eigum sögu í að búa til leikmenn en það er erfitt fyrir leikmenn í ákveðnum aldurshópi að komast í aðalliðið og við erum að reyna að minnka það bil með því að lána þá."

„Við notum þetta tækifæri (Wyscout ráðstefnuna) til að til að kynna leikmenn okkar, ekki bara í Bretlandi heldur út um allan heim. Við erum með leikmenn á láni í Evrópu sem hafa staðið sig mjög vel, eins og Jonjoe og Fraser."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner