Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 15. nóvember 2019 18:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Undankeppni EM: Finnland á stórmót í fyrsta sinn
Finnskir stuðningsmenn fagna EM-sætinu.
Finnskir stuðningsmenn fagna EM-sætinu.
Mynd: Getty Images
Pukki skoraði tvennu.
Pukki skoraði tvennu.
Mynd: Getty Images
Lagerback stýrði sínum mönnum til sigurs á Færeyjum. Noregur á enn möguleika á EM-sæti.
Lagerback stýrði sínum mönnum til sigurs á Færeyjum. Noregur á enn möguleika á EM-sæti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Finnland mun í fyrsta sinn taka þátt á stórmóti í fótbolta næsta sumar. Finnar tryggðu sér þáttökurétt á EM alls staðar með 3-0 sigri á lærisveinum Helga Kolviðssonar frá Liechtenstein.

Teemu Pukki, sem hefur ekki skorað í síðustu sjö leikjum Norwich í ensku úrvalsdeildinni, gerði tvö mörk fyrir Finnland í leiknum gegn Liechtenstein.

Hingað til hafa helstu íþróttaafrek Finna verið í rallý, íshokkí og spjótkasti en nú er fótboltinn á mikilli uppleið í landinu. Gaman verður að fylgjast með Pukki og félögum næsta sumar, en hvort Ísland verður ásamt Finnum á EM á eftir að koma í ljós.

Finnar fara ásamt Ítalíu upp úr J-riðlinum á EM næsta sumar. Liechtenstein er á botni riðilsins með tvö stig.

Stórsigur Noregs á Færeyjum - Haaland meiddist í upphitun
Tveir aðrir leikir voru að klárast núna. Lars Lagerback og lærisveinar hans í norska landsliðinu unnu stórsigur á Færeyjum, 4-0.

Hinn 19 ára gamli Erling Braut Haaland, sem hefur verið sjóðandi heitur með Salzburg í Austurríki, meiddist í upphitun. Alexander Sørloth byrjaði í hans stað og skoraði tvennu.

Gunnar Nielsen, markvörður FH, var í markinu hjá Færeyjum og byrjaði Brandur Olsen, liðsfélagi hans hjá FH einnig. Kaj Leó í Bartalsstovu, leikmaður Vals, kom inn á sem varamaður á 78. mínútu.

Noregur er áfram í fjórða sæti F-riðils, með 14 stig eins og Rúmenía. Svíþjóð er í öðru sæti með 15 stig, en Svíþjóð og Rúmenía mætast síðar í kvöld. Færeyjar eru með þrjú stig í fimmta sæti.

Grikkland hafði þá betur gegn Armeníu þar sem Dimitris Limnios, liðsfélagi Sverris Inga Ingasonar hjá PAOK, skoraði sigurmarkið.

Grikkland er í þriðja sæti J-riðils, sjö stigum á eftir Finnlandi. Armenía er í fjórða sæti með 10 stig.

J-riðill:
Finnland 3 - 0 Liechtenstein
1-0 Jasse Tuominen ('22 )
2-0 Teemu Pukki ('63 , víti)
3-0 Teemu Pukki ('75 )

Armenía 0 - 1 Grikkland
0-1 Dimitris Limnios ('34 )

F-riðill:
Noregur 4 - 0 Færeyjar
1-0 Tore Reginiussen ('4 )
2-0 Joshua King ('9 )
3-0 Alexander Sorloth ('62 )
4-0 Alexander Sorloth ('65 )

Leikir kvöldsins:
D-riðill:
19:45 Sviss - Georgía
19:45 Danmörk - Gibraltar

F-riðill:
19:45 Rúmenía - Svíþjóð (Stöð 2 Sport 2)
19:45 Spánn - Malta

J-riðill:
19:45 Bosnia Herzegovina - Ítalía


Athugasemdir
banner
banner
banner