Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 15. nóvember 2020 22:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ari Freyr: Fyrir mér er þetta aldrei víti
Icelandair
Ari í baráttu við Daniel Wass.
Ari í baráttu við Daniel Wass.
Mynd: Getty Images
„Við getum verið mjög stoltir af þessari frammistöðu," sagði Ari Freyr Skúlason, bakvörður landsliðsins, eftir 2-1 tap gegn Danmörku í Þjóðadeildinni.

„Eftir svekkelsið í Ungverjalandi og margar breytingar á liðinu, þá getum við verið stoltir af þessari frammistöðu," sagði Ari við Stöð 2 Sport.

Ari fékk dæmd á sig ódýra vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Hvað fannst honum um dóminn?

„Ég veit af honum þarna. Ég reyni að teygja mig í boltann og hann hoppar inn í mig. Fyrir mér er þetta aldrei víti. Ég sparka ekki í hann, ég set fótinn upp og reyni að boltanum. Þetta er bara svona, því miður," sagði Ari.

Ísland á leik gegn Englandi á miðvikudag og er það síðasti leikur liðsins undir hans stjórn.

„Því miður var þetta svona í dag, en við getum verið mjög stoltir af þessu. Það er upp með hausinn og áfram gakk," sagði Ari.
Athugasemdir
banner
banner
banner