
Ísland mætir í kvöld Danmörku á Parken í Kaupmannahöfn. Leikurinn er í Þjóðadeildinni, en það er ekkert undir fyrir Ísland nema stoltið. Ísland er fallið niður í B-deild Þjóðadeildarinnar.
Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá Parken.
Íslenska liðið tapaði fyrir Ungverjalandi í úrslitaleik um sæti á EM í síðustu viku. Frá þeim leik gerir Erik Hamren, sem er að stýra liðinu í næst síðasta sinn, átta breytingar. Ísland stillir upp í 5-3-2.
Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá Parken.
Íslenska liðið tapaði fyrir Ungverjalandi í úrslitaleik um sæti á EM í síðustu viku. Frá þeim leik gerir Erik Hamren, sem er að stýra liðinu í næst síðasta sinn, átta breytingar. Ísland stillir upp í 5-3-2.
Aðeins Birkir Bjarnason, Gylfi Þór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon halda sæti sínu. Gylfi er fyrirliði í dag.
Byrjunarlið Íslands:
13. Rúnar Alex Rúnarsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
3. Hólmar Örn Eyjólfsson
5. Sverrir Ingi Ingason
8. Birkir Bjarnason
10. Gylfi Þór Sigurðsson
18. Hörður Björgvin Magnússon
20. Albert Guðmundsson
21. Arnór Sigurðsson
22. Jón Daði Böðvarsson
23. Ari Freyr Skúlason

Athugasemdir