Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   sun 15. desember 2019 19:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Danmörk: Jón Dagur skoraði í Íslendingaslag
Mynd: Jón Dagur Þorsteinsson
Fimm leikjum er lokið í dönsku Superliga í dag. Íslendingar voru í leikmannahópum liðanna í þremur af þessum fimm leikjum.

Í fyrsta leik dagsins lagði Horsens lið Sönderjyske, 2-1. Hjá Sönderjyske var Eggert Gunnþór Jónsson í byrjunarliðinu og Ísak Óli Ólafsson var á bekknum. Eggert lék allan leikinn og fékk að líta gula spjaldið á 88. mínútu.

Í viðureign Lyngby og Silkeborg var Frederik Schram á bekknum hjá Lyngby eins og í öllum leikum Lyngby á leiktíðinni. Lyngby sigraði leikinn, 0-1.

Hjörtur Hermannsson var ekki í leikmannahópi Bröndby sem gerði 1-1 jafntefli gegn Hobro.

Að lokum voru Mikael Neville Anderson og Jón Dagur Þorsteinsson í liðum Midtjylland og Aarhus í Íslendingaslag. Mikael lék allan leikinn fyrir Midtjylland og Jón Dagur fyrstu 70. mínúturnar hjá AGF.

Midtjylland komst yfir í fyrri hálfleik en AGF svaraði með þremur mörkum á fyrstu 10 mínútum seinni hálfleiks. Jón Dagur skoraði annað markið eftir undirbúning frá Alexander Munksgaard á 52. mínútu. Lokatölurnar í leiknum, 1-3, fyrir AGF.

Stöðuna í deildinni má sjá hér að neðan.
Stöðutaflan Danmörk Danmörk - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 FCK 17 9 6 2 32 19 +13 33
2 Midtjylland 17 10 3 4 31 22 +9 33
3 Randers FC 17 8 6 3 31 19 +12 30
4 AGF Aarhus 17 7 7 3 30 17 +13 28
5 Brondby 17 7 6 4 31 22 +9 27
6 Silkeborg 17 6 8 3 29 23 +6 26
7 FC Nordsjaelland 17 7 5 5 30 29 +1 26
8 Viborg 17 5 6 6 29 27 +2 21
9 AaB Aalborg 17 4 5 8 18 31 -13 17
10 Sonderjylland 17 4 4 9 21 37 -16 16
11 Lyngby 17 1 7 9 12 24 -12 10
12 Vejle 17 1 3 13 16 40 -24 6
Athugasemdir
banner