Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   fim 16. apríl 2020 14:00
Magnús Már Einarsson
Kolbeinn byrjaður að æfa af krafti
Mynd: Getty Images
Kolbeinn Sigþórsson, framherji AIK, er byrjaður að æfa af fullum krafti eftir að hafa verði mikið frá keppni vegna meiðsla og veikinda í vetur.

Kolbenn hefur ekkert spilað með AIK á undirbúningstímabilinu en hann er núna byrjaður að æfa og ætti að vera klár í slaginn þegar sænska úrvalsdeildin hefst í byrjun júní.

„Þetta er auðvitað mjög gott og hann hefur haldið sér vel við í fríinu sem hefur verið í gangi," sagði Henrik Jurelius, yfirmaður íþróttamála hjá AIK.

Kolbeinn kom til AIK í fyrra en liðið var í baráttu um sænska meistaratitilinn fram í næstsíðustu umferð síðastliðið haust.

„Ég set mikla pressu á sjálfan mig og vil eiga mjög gott tímabil með AIK," sagði Kolbeinn við Fotbollskanalen á dögunum.

„Við höfum háleit markmið og við viljum auðvitað berjast um og vinna titilinn. Við vorum ekki langt frá því í fyrra þó að við höfum ekki verið ánægðir með spilamennsku okkar."
Athugasemdir
banner
banner